Prjóna-mynda-bók

Thursday, 15 July 2021

Góðan daginn!




Ég er með prjónabók þar sem ég skrái allt það sem ég prjóna eins og hvaða garn, stærð, tímann sem verkið tók og svoleiðis. 




En mig vantaði eiginlega einhvern einn stað til að setja myndir af prjónaverkunum ásamt smá upplýsingum.


Þannig að mér datt í hug að nota skrapp-dótið mitt til að útbúa prjóna-mynda-bók og ég er bara ansi ánægð með útkomuna.


Albúið er 6x8 tommur og vasarnir eru mismunandi og er snilld að geta notast við eitt föndur ásamt öðru.



Takk fyrir að skoða!

Post a Comment