Ég er ekki alveg vis um hversu margir eru enn að fylgjast með þessu bloggi en mér datt í hug að athuga hvort það væri einhver áhugi fyrir föndurs-prjóna-hugleiðings-blaðri.
Allavega þá er þetta blogg komið aftur af stað eftir góða pásu og vonandi hafið þið sem nennið að fygja mér, gaman af.
Það sem ég mun fókusera á er alls konar pappírsföndur (kort, albúm, skrapp, home-decor o.fl.), prjónahugleiðingar og ef til vill eitthvað annað föndur sem ég hreinlega verð að prufa.
{sjal eftir Stephen West: Slipstravaganza}
Hlakka til að deila með ykkur alls konar skemmtileg-heitum!
🎨🖤🧶
Post a Comment