Jóla- jóla- jóla-prepp!

Wednesday 27 October 2021

 Hæ hæ og hó!



Ég er svo ready fyrir allt er viðkemur jólunum.



Mig langar helst að fara að byrja að skreyta og bæta glimmeri út um allt, en ég ætla að róa mig og halda mig við merkimiða og jólakortagerð so far.




Ég geri alls konar merkimiða fyrir jólin, allt frá því að föndra þvílíkt skrautlega og næstum þrívíðaða, og út í stílhreina og klassíka.




Þessir eru einmitt svona meira í klassík-áttina og er gott að gera slatta í einu fyrst maður er kominn í korta-gerða-stuð.


Ert þú byrjaður/byrjuð að föndra fyrir jólin?


Read More

Umslagakort

Saturday 4 September 2021

Umslagakort eru eitt af þeim kortum sem eru algerelga brilliant þegar maður er að gefa pening eða gjafakort.



Ég geri þessi kort ávallt með borða og ég á mjög erfitt með að setja ekki eins og að minnsta kosti eitt blóm framan á umslagið.




 




Mér finnst einnig mikilvægt að notast við þykkan pappír (eisn og þenna frá Graphic45) til að vera algerlega 100% viss um að umslagið lúkki sem allra best.







Takk fyrir að kíkja við!


Read More

Gauralegt kort

Tuesday 20 July 2021

Halló!



Þó svo að ég sé sífellt að föndra kort fyrir allskonar tilefni þá vantar mig alltaf svona gauralegri kort.




En þegar ég sá The Gents skurðarmótin hjá Homemade.is þá vissi ég að þetta sett myndi koma að góðum notum. Algert snilldarsett sem er hægt að setja saman á svo marga skemmtilega vegu.



Takk fyrir að skoða!

Read More

Prjóna-mynda-bók

Thursday 15 July 2021

Góðan daginn!




Ég er með prjónabók þar sem ég skrái allt það sem ég prjóna eins og hvaða garn, stærð, tímann sem verkið tók og svoleiðis. 




En mig vantaði eiginlega einhvern einn stað til að setja myndir af prjónaverkunum ásamt smá upplýsingum.


Þannig að mér datt í hug að nota skrapp-dótið mitt til að útbúa prjóna-mynda-bók og ég er bara ansi ánægð með útkomuna.


Albúið er 6x8 tommur og vasarnir eru mismunandi og er snilld að geta notast við eitt föndur ásamt öðru.



Takk fyrir að skoða!

Read More

Halló - er einhver þarna úti?

Friday 9 July 2021

Góðan daginn!



Ég er ekki alveg vis um hversu margir eru enn að fylgjast með þessu bloggi en mér datt í hug að athuga hvort það væri einhver áhugi fyrir  föndurs-prjóna-hugleiðings-blaðri.

{Hluti af föndurherbergi mínu}

Allavega þá er þetta blogg komið aftur af stað eftir góða pásu og vonandi hafið þið sem nennið að fygja mér, gaman af.




Það sem ég mun fókusera á er alls konar pappírsföndur (kort, albúm, skrapp, home-decor o.fl.), prjónahugleiðingar og ef til vill eitthvað annað föndur sem ég hreinlega verð að prufa.

{sjal eftir Stephen West: Slipstravaganza}

Hlakka til að deila með ykkur alls konar skemmtileg-heitum!

🎨🖤🧶
Read More