Hæ hæ og hó!
Ég er svo ready fyrir allt er viðkemur jólunum.
Mig langar helst að fara að byrja að skreyta og bæta glimmeri út um allt, en ég ætla að róa mig og halda mig við merkimiða og jólakortagerð so far.
Ég geri alls konar merkimiða fyrir jólin, allt frá því að föndra þvílíkt skrautlega og næstum þrívíðaða, og út í stílhreina og klassíka.
Þessir eru einmitt svona meira í klassík-áttina og er gott að gera slatta í einu fyrst maður er kominn í korta-gerða-stuð.
Ert þú byrjaður/byrjuð að föndra fyrir jólin?