Prjónamerkasett

Wednesday, 25 September 2024

Hæ hæ.





Eins og mörg ykkar vita þá er ég mikil prjónakona og fór auðvitað út í það að búa til prjónamerki, náttúrlega.




Þetta er afskaplega skemmtilegt og þar semég er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt þá er ég farin að þróa nýjar útgáfur af prjónamerkjunum mínum.





Af því tilefni er ég með öll prjónamerkasettin inn á Handverkstorg.is mín á 2.000 kr. þar til þau klárast. Maðu rá aldrei of mikið af prjónamerkum?! 😉




Takk fyrir að kíkja.





Read More

Brúðkaup

Wednesday, 14 August 2024

Það er svo gaman að gera bækur kort og annað skemmtilegt fyrir brúðkaup.




Mágkona mín gifti sig í sumar og ég sá um að gera gestabók og skreyta kortakassann fyrir þau hjónin.





Yndislega gaman að gera fallega hluti efti óskum þeirra og dagurinn var algerlega frábær!



Catra kisan mín var bara sátt við útkomuna.



Takk fyrir að kíkja við og njótið dagsins.


Read More

Bleikir- og fjóludraumar

Friday, 5 July 2024

Eitt af því sem ég elska við pappírsföndur er að það er hægt að búa til allskonar hluti úr næstum hvaða efni sem er.



Alcohol blek er eitt af þessum skemmtilegu efnum sem er alveg truflaðslega gamana leika sér með.




Ég er enginnn sérfræðingur í þessum efnum, en ég er alltaf til í að leika mér og læra ný trix. Svo er alltaf spennandi að sjá útkomuna því hún er aldrei eins.






Ég notaði sem sagt alchool blek í ýmsum lítum ásamt Isopropanol til að blanda þessa litríku bakgrunni.




Takk fyrir að kíkja við og njótið helgarinnar.


Read More

Klassískir eyrnalokkar

Friday, 7 June 2024

Klassískir lafandi eyrnalokkar eru alltaf góð hugmynd.





Þessir lokkar eru léttir og meðfærilegir, og í raun finnur þú ekki fyrir því að þú sért með eitthvað í eyrunum.




Klassískir einlitir lokkar passa við næstum allt og eru góð leið til að dressa upp hversdagsleikann.




Hér finnur þú eyrnalokka fyrir öll tilefni.





Takk fyrir að kíkja við og njótið helgarinnar.



Read More

Prjónamerki - leir og perlur

Friday, 17 May 2024

Prjónamerki eru eitthvað sem ég þarf ávallt að nota og finnst einnig ofsalega gaman að búa þau til.





Ég elska liti og í raun fær ég algera útrás fyrir litagleðina þegar ég er að setja saman prjónamerki.





Svo er ég alger sökker fyrir því að prjónamerkin mín passi við það sem ég er að pjóna hverju sinni. Kannski ekki það nauðsynlegasta í heimi en mjög skemmtilegt.




Prjónamerkin mín fást í litlu búðinni mini á Handverkstorg.is.




Takk fyrir að kíkja við og njótið helgarinnar.


Read More

Vatnslitakort fyrir öll tilefni

Saturday, 4 May 2024

 Það er altaf gott að eiga kort sem er hægt að nota við hvað tilefni sem er.




Þessi vatnslitakort eru gerð með svokallaðri "messy watercoloring" aðferð og þetta er svo skemmtileg vinnuaðferð.



Stimpillinn er fyrst stimplaður með watermark bleki, heat embossað með þar til gerðu púðri. Svo er bara að lita eins og brjáluð.


Kortin eru til sölu á Handverkstorg.is



Takk fyrir innlitið.

Read More

Prjónamerki

Monday, 29 April 2024

Margir prjónarar elska að eiga nóg af allskonar aukahlutum, eins og lítil skæri, málbönd, prjónamerki og fleira.





Ég er ein af þessum prjónurum, ég hef alltaf átt erfitt með að kaupa ekki prjónamerki og nú get ég ekki hætt að útbúa mín eigin prjónamerki. 



Ég notast mest við fallegar glerperlur, skrautperlur, nátturusteina og polymer leir.


Svo er líka svo skemmtilegt þegar prjónamerkin passa við garnið.




Takk fyrir innlitið.

Read More