Vatnslitakort fyrir öll tilefni

Saturday 4 May 2024

 Það er altaf gott að eiga kort sem er hægt að nota við hvað tilefni sem er.




Þessi vatnslitakort eru gerð með svokallaðri "messy watercoloring" aðferð og þetta er svo skemmtileg vinnuaðferð.



Stimpillinn er fyrst stimplaður með watermark bleki, heat embossað með þar til gerðu púðri. Svo er bara að lita eins og brjáluð.


Kortin eru til sölu á Handverkstorg.is



Takk fyrir innlitið.

Read More

Prjónamerki

Monday 29 April 2024

Margir prjónarar elska að eiga nóg af allskonar aukahlutum, eins og lítil skæri, málbönd, prjónamerki og fleira.





Ég er ein af þessum prjónurum, ég hef alltaf átt erfitt með að kaupa ekki prjónamerki og nú get ég ekki hætt að útbúa mín eigin prjónamerki. 



Ég notast mest við fallegar glerperlur, skrautperlur, nátturusteina og polymer leir.


Svo er líka svo skemmtilegt þegar prjónamerkin passa við garnið.




Takk fyrir innlitið.

Read More

Myndalbúm fyrir öll tilefni.

Wednesday 13 December 2023

 Myndalbúm eru alltaf góð hugmynd að gjöf og ekki verra að setja nokkrar skemmtilegar myndir í albúmið og svo getur viðtakandinn bætt í.







Við tökum óendalega mikið af myndum á símanum okkar en einhverra hluta vegna erum við næstum því hætt að "framkalla" þær myndir.




Því ekki að prenta út myndir og deila skemmtilegum minningum með okkar nánustu.




Takk fyrir að kíkja við.

Read More

Skreyttar minnisbækur

Sunday 19 November 2023

Að mínu mati þá er aldrei hægt að eiga of margar minnisbækur (eða glósubækur) og enn skemmtilegra er að eiga bækur sem eru einungis til í takmörkuðu upplagi.





Ef ég sé fallegar plain minnisbækur þá kaupi ég ávallt nokkrar til þess að skreyta sjálf og það er eitt það skemmtlegasta sem ég geri.




Oftast notast ég við blóm, ýmiskonar skrautpappír, glimmer og handlitaða stimpla. En það besta við svona bókagerð er að það er hægt að nota hvað sem er.




Þessar bækur er hægt að nálgast á sölusíðunni minni á Handverkstorgi.


Takk fyrir innlitið.



Read More

Jóla- jóla- jóla-prepp!

Wednesday 27 October 2021

 Hæ hæ og hó!



Ég er svo ready fyrir allt er viðkemur jólunum.



Mig langar helst að fara að byrja að skreyta og bæta glimmeri út um allt, en ég ætla að róa mig og halda mig við merkimiða og jólakortagerð so far.




Ég geri alls konar merkimiða fyrir jólin, allt frá því að föndra þvílíkt skrautlega og næstum þrívíðaða, og út í stílhreina og klassíka.




Þessir eru einmitt svona meira í klassík-áttina og er gott að gera slatta í einu fyrst maður er kominn í korta-gerða-stuð.


Ert þú byrjaður/byrjuð að föndra fyrir jólin?


Read More

Umslagakort

Saturday 4 September 2021

Umslagakort eru eitt af þeim kortum sem eru algerelga brilliant þegar maður er að gefa pening eða gjafakort.



Ég geri þessi kort ávallt með borða og ég á mjög erfitt með að setja ekki eins og að minnsta kosti eitt blóm framan á umslagið.




 




Mér finnst einnig mikilvægt að notast við þykkan pappír (eisn og þenna frá Graphic45) til að vera algerlega 100% viss um að umslagið lúkki sem allra best.







Takk fyrir að kíkja við!


Read More

Gauralegt kort

Tuesday 20 July 2021

Halló!



Þó svo að ég sé sífellt að föndra kort fyrir allskonar tilefni þá vantar mig alltaf svona gauralegri kort.




En þegar ég sá The Gents skurðarmótin hjá Homemade.is þá vissi ég að þetta sett myndi koma að góðum notum. Algert snilldarsett sem er hægt að setja saman á svo marga skemmtilega vegu.



Takk fyrir að skoða!

Read More